Veisluþjónusta

 


Fyrirtækið býður upp á alhliða veisluþjónustu fyrir hver kyns tilefni, s.s. brúðkaup, fermingar, afmæli, útskriftir, ættarmót og skírnarveislur. Við erum með tvo veislusali til afnota yfir sumartímann. Annars vega Ólafshús sem rúmar allt að 60 manns og hinsvegar Mælifell sem rúmar allt að 120 manns í sæti og er sá salur með sviði, góðu hljóðkerfi, skjávarpa og hentar vel fyrir veislur sem enda með dansleik. Ef þið hafið einhverjar spurningar eða viljið bóka veisluþjónustu, hikið ekki við að hafa samband við okkur með tölvupóst á kaffikrokur@kaffikrokur.is eða í síma 655-3664 / 453- 6454.